Episode: Rætur Íslamska ríkisins


Í ljósi sögunnar Logo
Subscribe
Rætur Íslamska ríkisins
Þátturinn er annar af tveimur um rætur og upphaf hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki og hafa á síðustu árum lagt undir sig landsvæði í Írak og Sýrlandi og staðið á bak við ótal hryðjuverk og ódæðisverk um heim allan. Í þessum fyrri þætti er farið yfir ævi og ferils Jórdaníumannsins miskunnarlausa Abu Musab Al-Zarqawi, sem notfærði sér ólguna í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna í Írak 2003 til þess að koma á fót hryðjuverkasamtökunum sem síðar urðu að Íslamska ríkinu. Síðari þáttur um Íslamska ríkið verður á dagskrá að viku liðinni.

Í ljósi sögunnar
Users who viewed this episode also viewed...

Í ljósi sögunnar > Íslamska ríkið II

Síðari þáttur af tveimur um sögu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, hafa á síðustu árum lagt undir sig landsvæði í Írak og Sýrlandi og staðið á bak við ótal hryðjuverk um heim allan. Í þessum síðari þætti er fjallað um það hvernig hópur hryðjuverkamanna í Írak notfærði sér upplausnina í grannríkinu Sýrlandi til að kveða sér hljóðs, og uppgang núverandi leiðtoga samtakanna, Abu Bakr Al-Baghdadi, sem útnefnt hefur sjálfan sig arftaka Múhameðs spámanns á jörðu...

Í ljósi sögunnar > Islam Karimov og Úsbekistan

Í þættinum er fjallað sögu Úsbekistan á síðustu áratugum. Sagt er frá ævi og valdatíð Islams Karimovs, einræðisherrans miskunnarlausa sem nýlega féll frá, og var meðal annars alræmdur fyrir að láta sjóða andófsmenn lifandi, og sömuleiðis litríkri dóttur Karimovs, Gulnöru, sem var ríkasta kona Úsbekistan, dreymdi um að verða alþjóðleg poppstjórna, en lenti svo upp á kant við föður sinn og lenti í stofufangelsi...

Í ljósi sögunnar > Raoul Wallenberg

Í þættinum er fjallað um ráðgátuna um sænska stjórnarerindrekann Raoul Wallenberg sem bjargaði lífi þúsunda gyðinga í Búdapest í seinni heimsstyrjöld en hvarf svo sporlaust í stríðslok.
Comments (0)

Login or Sign up to leave a comment.

Log in
Sign up

Be the first to comment.